Í þekkingarvíking til Orkneyja – A new viking outreach to Orkeny Islands

Hópurinn við “The ring of Stenness”, Mynd Frank Bradford.

Fyrir margt löngu herjuðu víkingar á Orkneyjum og náðu þar algerum pólitískum og menningarlegum yfirráðum um skeið.  Í síðustu viku október var haldið í víking að nýju til Orkneyja en þó með nýju sniði því þá héldu þau Unnsteinn Ingason og Sif Jóhannesdóttir frá Fornleifaskóla barnanna til Orkneyja í einskonar þekkingarvíking í  boði NABO, North Atlantic Biocultural Organization.  Þar kynntu þau, ásamt Dr. Thomas McGovern og Dr. Sohpiu Perdikaris frá City University í New York, starfsemi Fornleifaskóla barnanna fyrir áhugasömum aðilum frá Orkney College, Glaitness primary school og fleiri stofnunum og félögum.  Verulegur áhugi er víða um heim að tengja betur almenna íbúa (börn og fullorðna) við vísindasamfélagið sem stundar rannsóknir á fölmögum sviðum, oft í næsta nágrenni við íbúana, þó gjarnan án þess að tekist hafi að mynda varanleg tengsl á milli aðila.  Fornleifaskóli barnanna er gott dæmi um verkefni þar sem vel hefur tekist að tengja saman ólíka aðila, almenning og vísindamenn, börn og fullorðna og „módel“ Fornleifaskólans er orðin fyrirmynd annarra verkefna sem verið er að koma á fót, á Orkneyjum, á Grænlandi, á Barbuda í Karabíska hafinu, í New York og víðar.

Fyrir utan hina fornu grafhvelfingu Maes Howe. mynd Frank Bradford

Eins og við var að búast fékk hópurinn afar góðar móttökur af hálfu frænda okkar Orkneyinga en margir þeirra horfa ekki síður yfir til Norðurlandanna eftir samstarfi en niður til Skotlands og Bretlands enda voru Orkneyjar lengi byggðar norrænum mönnum og norræn menningaráhrif er enn víða að sjá.  Heimsókninni, sem stóð í þrjá daga, lauk með daglangri skoðunarferð þar sem fjölmargar minjar voru skoðaðar en fornminjar eru miklar á eyjunum og margar þeirra einstakar á heimsvísu.

Anna Karen og Ásgeir Ingi gæjast til baka 5.000 ár, ofan í eitt húsanna í Skara Brae

Norse Viking´s was probably not among the most welcomed visitors in Orkney or elsewhere in 11th and 12th century.  Anyway, the Norse had strong influence there, both politically and culturally,  until 16th century and still many signs are to be seen related to this connections to Norse settlement in Orkney.  More friendly Viking outreach was establish in the end of October when small group of KAPI people

Inni í Mase Howe. Mynd Frank Bradford.

(Kids archaeology school Iceland) had a meeting with group of people from Orkney College, Glaitness primary school and other organizations.  The group was brought over by NABO and meetings, workshops and excursion organized by  Thomas McGovern and Sophia Perdikaris from NY and by Ingrid Mainland, Julie Gibson and Jane Downs in Orkney.  In Orkney,

Julie og Tom undir Thingwall þar sem Magnus og Hakon hittust árið 1116

Orkney College has been using archaeology as a tool for outreach and participates in the Scottish University of the Highland and Island program  in long term sustainable land use which makes full use of archaeology and paleoecology.   In Iceland, KAPI has for couple of years been integrating school kids and scientist in the district of Litlulaugar elementary school, in the field of archaeology with the goal of building bridges

Fallandi útihús á Orkneyjum

between the local people and the scientific community.
Unnst.Ing.