Í Glaitness grunnskólanum í Kirkwall – In Glaitness primary school in Kirkwall

Lesley Mackay, Anna Karen, Unnsteinn, Ásgeir Ingi og Sif.
Í Glaitness grunnskólanum í Kirkwall – In Glaitness primary school in Kirkwall
Í Glaitness grunnskólanum í Kirkwall – In Glaitness primary school in Kirkwall

Lesley Mackay og nemendurnir hennar í P7 í Glaitness grunnskólanum í Kirkwall á Orkneyjum buðu útsendurum Fornleifaskóla barnanna í heimsókn og þar fræddu þau Anna Karen og Ásgeir Ingi, nemendur í Litlulaugaskóla, félaga sína um ýmislegt sem tengist Íslandi, íslensku málfari og menningu.  Mikill áhugi er í Glaitness skólanum á því sem kalla mætti grenndarkennslu og nýtt eru ýmis tækifæri til að auka áhuga nemenda og tengja viðfangsefni daglegs skólastarfs við það sem er að gerast fyrir utan veggi skólans.  Nokkrir nemendanna leiddu okkur síðar um skólann sem er afar vel búinn, jafnt hvað varðar skipulag og rými sem tæki, tækni og búnað.  M.a. voru gagnvirkar töflur \”smart board\” í öllum skólastofum en smart board er einskonar gagnvirkur skjár og lítur út eins og tússtafla.  Með Goggle earth var auðvelt að \”svífa\” með fingurgómunum með allan bekkinn yfir til Íslands, taka hring yfir Þingeyjarsýslunni og staldra við um stund yfir Litlulaugaskóla.  Kíkja má á bloggið hjá class 7 í Glaitness  á slóðinni http://class7glaitness10.blogspot.com/2010/10/icelandic-visitors.html

In the Glaitness primary school in Kirkwall Orkney, Lesley Mackay and her students in P7 class has been using the activity and the cultural heritage in the neighborhood to enliven their objects in many ways.  The KAPI group visited the P7 class and Anna Karen and Ásgeir Ingi,  students in the Litlulaugar primary school in Thingeyjarsveit, Iceland, passed on some information about their school, the different between the countries,  in counting, naming people, use of sure names and family names and more.  After a great meeting, some of the P7 students show the KAPI group around the school which is very well equipped, both in housing as well as in tools and equipment.  “Smart board” in the classroom gave us the opportunity to “fly” with the class in Google earth from Kirkwall Orkney to north of Iceland and look down to Litlulaugaskóli in Thingeyjarsveit.  Class P7, thanks for a warm welcome.
Unnst.Ing.