Er eitthvað veður í Reykjadal?

Yngri hópurinn í norðangjólu og éljagangi

Er eitthvað veður í Reykjadal?  Auðvitað er veður þar eins og annarsstaðar en hverskonar veður?  Hvað vitum við um meðalhita, rakastig, úrkomu, vindhraða og vindátt svo dæmi sé tekið?  Auðvitað vitum við heilmargt en langar að vita og skilja meira og þess vegna kom Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í heimsókn í Litlulaugaskóla þriðjudaginn síðasta 8. maí á vegum Fornleifaskóla barnanna.  Tilefnið var m.a. að þann sama dag færði Fornleifaskólinn Litlulaugaskóla sjálfvirka veðurathugunarstöð til afnota en hún verður sett upp á skólalóðinni og hefjast þar með sjálfvirkar óopinberar veðurfarsmælingar í Reykjadal nemendum Litlulaugaskóla og vonandi fleirum til gagns og gamans.

Yngri nemendahópurinn (1.-5. bekkur) fékk það hlutverk að velja stað fyrir stöðina og nýtti ráðgjöf Einars veðurfræðings við þann starfa, leitaði að öruggu svæði, hæfilega opnu fyrir verði og vindum  svo byggingar myndu ekki hafa afgerandi áhrif en þó það nálægt að þráðlaus sendibúnaður myndi örugglega draga inn í skólabygginguna.  Hópurinn ígrundaði staðarval af mikilli alvöru og komst auðveldlega að niðurstöðu sem allir aðilar gátu sætt sig við.  Þá var einnig kannað lofthitastig og hitamælinum var einnig stungið undir torfu til að mæla hitastigið í moldinni.  Mæliniðurstöðurnar þóttu ekki trúverðugar og því var gripið til þess ráðs að „kvarða“ hitamælinn, þ.e. kanna hvort hann mældi rétt.  Til þess var sótt hrím í frystiskáp í skólanum og það sett í ískalt vatn svo krapi myndaðist en krapi á að vera um 0 gráður á Celsius.  Í ljós kom að hitamælirinn sýndi umtalsverð frávik og verður því ekki notaður frekar við mælingar.

Hitamælirinn “kvarðaður”
Staðarvalshópurinn að störfum
Edribekkingar með veðurstöðina í skólatröppunum
Gufuhitamælingar

Eldrihópurinn  (6-9 bekkur) átti einnig stund með veðurfræðingnum og þar var m.a. kafað ofan í eðli hnjúkaþeys, spekúlerað í fellibyljum og skoðað hvaða veðurfarsupplýsingar finna má á netinu og hvernig vinna má með slík gögn t.d. í Excel, þ.m.t. þau gögn sem veðurstöðin mun safna .

Veðurstöðin verður sett upp í þemaviku LLS sem hefst innan skamms og vonandi munu áhugasamir geta nálgast upplýsingar á heimasíðu Litlulaugaskóla þegar nær dregur sumri og munu þá komast að því hvers konar veður er í Reykjadal en þar er örugglega alltaf einhverskonar veður líkt og alls staðar annarsstaðar.  UnnstIng

Fornleifaskólinn kynntur í grunnskólum – KAPI introduced to primary schools

Í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit. Mynd: Jónas Reynir

Undanfarnar vikur hafa þau Sif Jóhannesdóttir og Unnsteinn Ingason frá Fornleifaskóla barnanna heimsótt nokkra skóla á starfssvæði Eyþings og kynnt verkefnið fyrir kennurum og starfsmönnum skólanna.  Farið er yfir aðdraganda að stofnun Fornleifaskólans, helstu verkefni hans og hugmyndafræðina sem liggur að baki verkefninu.  Viðtökur hafa verið afar góðar en tilgangur heimsóknanna er fyrst og fremst að kynna öðrum skólum verkefnið en fornleifarannsóknir eiga sér stað vítt og breytt um héraðið og því fjölmargir möguleikar til verkefna af svipuðum toga í öðrum skólum.  Heimsóknaverkefnið er styrkt af Menningarráði Eyþings.

For the last few weeks Sif Jóhannesdóttir and Unnsteinn Ingason have visited some of the primary schools in the district and presented the work of KAPI Kids archaeology project Iceland to the teachers at the schools.  The events leading to the establishment of KAPI are reviewed as well as the KAPI projects and the ideology behind KAPI.  The purpose of the visit is to introduce the KAPI project to other primary schools where archaeology are to be find in the neighborhood  and excavation are near many of the schools during summer which means there are lot of possibilities for other schools to establish similar projects in their area.   The visiting project are sponsored by the Cultural board of North East Iceland.

UnnstIng.

Í Glaitness grunnskólanum í Kirkwall – In Glaitness primary school in Kirkwall

Lesley Mackay, Anna Karen, Unnsteinn, Ásgeir Ingi og Sif.
Í Glaitness grunnskólanum í Kirkwall – In Glaitness primary school in Kirkwall
Í Glaitness grunnskólanum í Kirkwall – In Glaitness primary school in Kirkwall

Lesley Mackay og nemendurnir hennar í P7 í Glaitness grunnskólanum í Kirkwall á Orkneyjum buðu útsendurum Fornleifaskóla barnanna í heimsókn og þar fræddu þau Anna Karen og Ásgeir Ingi, nemendur í Litlulaugaskóla, félaga sína um ýmislegt sem tengist Íslandi, íslensku málfari og menningu.  Mikill áhugi er í Glaitness skólanum á því sem kalla mætti grenndarkennslu og nýtt eru ýmis tækifæri til að auka áhuga nemenda og tengja viðfangsefni daglegs skólastarfs við það sem er að gerast fyrir utan veggi skólans.  Nokkrir nemendanna leiddu okkur síðar um skólann sem er afar vel búinn, jafnt hvað varðar skipulag og rými sem tæki, tækni og búnað.  M.a. voru gagnvirkar töflur \”smart board\” í öllum skólastofum en smart board er einskonar gagnvirkur skjár og lítur út eins og tússtafla.  Með Goggle earth var auðvelt að \”svífa\” með fingurgómunum með allan bekkinn yfir til Íslands, taka hring yfir Þingeyjarsýslunni og staldra við um stund yfir Litlulaugaskóla.  Kíkja má á bloggið hjá class 7 í Glaitness  á slóðinni http://class7glaitness10.blogspot.com/2010/10/icelandic-visitors.html

In the Glaitness primary school in Kirkwall Orkney, Lesley Mackay and her students in P7 class has been using the activity and the cultural heritage in the neighborhood to enliven their objects in many ways.  The KAPI group visited the P7 class and Anna Karen and Ásgeir Ingi,  students in the Litlulaugar primary school in Thingeyjarsveit, Iceland, passed on some information about their school, the different between the countries,  in counting, naming people, use of sure names and family names and more.  After a great meeting, some of the P7 students show the KAPI group around the school which is very well equipped, both in housing as well as in tools and equipment.  “Smart board” in the classroom gave us the opportunity to “fly” with the class in Google earth from Kirkwall Orkney to north of Iceland and look down to Litlulaugaskóli in Thingeyjarsveit.  Class P7, thanks for a warm welcome.
Unnst.Ing.

Í þekkingarvíking til Orkneyja – A new viking outreach to Orkeny Islands

Hópurinn við “The ring of Stenness”, Mynd Frank Bradford.

Fyrir margt löngu herjuðu víkingar á Orkneyjum og náðu þar algerum pólitískum og menningarlegum yfirráðum um skeið.  Í síðustu viku október var haldið í víking að nýju til Orkneyja en þó með nýju sniði því þá héldu þau Unnsteinn Ingason og Sif Jóhannesdóttir frá Fornleifaskóla barnanna til Orkneyja í einskonar þekkingarvíking í  boði NABO, North Atlantic Biocultural Organization.  Þar kynntu þau, ásamt Dr. Thomas McGovern og Dr. Sohpiu Perdikaris frá City University í New York, starfsemi Fornleifaskóla barnanna fyrir áhugasömum aðilum frá Orkney College, Glaitness primary school og fleiri stofnunum og félögum.  Verulegur áhugi er víða um heim að tengja betur almenna íbúa (börn og fullorðna) við vísindasamfélagið sem stundar rannsóknir á fölmögum sviðum, oft í næsta nágrenni við íbúana, þó gjarnan án þess að tekist hafi að mynda varanleg tengsl á milli aðila.  Fornleifaskóli barnanna er gott dæmi um verkefni þar sem vel hefur tekist að tengja saman ólíka aðila, almenning og vísindamenn, börn og fullorðna og „módel“ Fornleifaskólans er orðin fyrirmynd annarra verkefna sem verið er að koma á fót, á Orkneyjum, á Grænlandi, á Barbuda í Karabíska hafinu, í New York og víðar.

Fyrir utan hina fornu grafhvelfingu Maes Howe. mynd Frank Bradford

Eins og við var að búast fékk hópurinn afar góðar móttökur af hálfu frænda okkar Orkneyinga en margir þeirra horfa ekki síður yfir til Norðurlandanna eftir samstarfi en niður til Skotlands og Bretlands enda voru Orkneyjar lengi byggðar norrænum mönnum og norræn menningaráhrif er enn víða að sjá.  Heimsókninni, sem stóð í þrjá daga, lauk með daglangri skoðunarferð þar sem fjölmargar minjar voru skoðaðar en fornminjar eru miklar á eyjunum og margar þeirra einstakar á heimsvísu.

Anna Karen og Ásgeir Ingi gæjast til baka 5.000 ár, ofan í eitt húsanna í Skara Brae

Norse Viking´s was probably not among the most welcomed visitors in Orkney or elsewhere in 11th and 12th century.  Anyway, the Norse had strong influence there, both politically and culturally,  until 16th century and still many signs are to be seen related to this connections to Norse settlement in Orkney.  More friendly Viking outreach was establish in the end of October when small group of KAPI people

Inni í Mase Howe. Mynd Frank Bradford.

(Kids archaeology school Iceland) had a meeting with group of people from Orkney College, Glaitness primary school and other organizations.  The group was brought over by NABO and meetings, workshops and excursion organized by  Thomas McGovern and Sophia Perdikaris from NY and by Ingrid Mainland, Julie Gibson and Jane Downs in Orkney.  In Orkney,

Julie og Tom undir Thingwall þar sem Magnus og Hakon hittust árið 1116

Orkney College has been using archaeology as a tool for outreach and participates in the Scottish University of the Highland and Island program  in long term sustainable land use which makes full use of archaeology and paleoecology.   In Iceland, KAPI has for couple of years been integrating school kids and scientist in the district of Litlulaugar elementary school, in the field of archaeology with the goal of building bridges

Fallandi útihús á Orkneyjum

between the local people and the scientific community.
Unnst.Ing.

Vefstjóri NABO í heimsókn í Litlulaugaskóla – NABO webmaster in Litlulaugar school

f.v. Baldur, Pétur, Unnsteinn, Sif og Anthony

Seint í september leit Dr. Anthony Newton frá háskólanum í Edinborg og vefstjóri NABO í heimsókn í Litlulaugaskóla og hitti stjórn og verkefnisstjóra Fornleifaskóla barnanna.  NABO er regnhlífarsamtök ýmissa fræði- og vísindamanna, félaga og stofnana sem starfa að rannsóknum á Norður- Atlantshafssvæðinu og halda m.a. úti sameiginlegri vefsíðu, www.nabohome.org en þar er að finna margskonar upplýsingar um fjölmargar rannsóknir sem stundaðar hafa verið.  Einnig er á síðunni að finna mikið af þeim rannsóknarskýrslum sem Fornleifastofnun Íslands ses. hefur gefið út, m.a. um rannsóknir á Norð-austurlandi sjá  http://nabohome.org/cgi_bin/projects.pl?coverage=iceland  Enn vantar mikið af skýrslum í safnið og munu þær bætast við á næstu mánuðum.

Samkomulag er milli Fornleifaskóla barnanna og NABO að NABO þrói vefkerfi fyrir örnefnaverkefni fornleifaskólans en þar er markmiðið að koma á samstarfi barna og fullorðinna með það að markmiði að hnitsetja örnefni með GPS tækni til að varðveita upplýsingar um staðsetningu örnefna sem finna má í örnefnaskrám sem til eru fyrir nær allar jarðir á landinu.  Unnið hefur verið að undirbúningi þessa verkefnis undanfarna mánuði og þegar hafa verið tekin fyrstu skrefin í söfnun GPS hnita.  Margir aðilar hafa lýst áhuga að starfa með Fornleifaskóla barnanna að verkefninu og má þar nefna Örnefnasvið stofnunar Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum sem leggur verkefninu til örnefnaskrár, Samsýn verkfræðistofa sem mun búa til gagnagrunn til að halda utan um upplýsingarnar m.a. til að bæta þau íslandskort sem notuð eru í GPS tæki hérlendis, Garmin Ísland og fleiri.

October 12th Dr. Anthony Newton from the University of Edinburgh and NABO webmaster had a meeting with the KAPI people, Unnsteinn, Baldur, Pétur and Sif in Litlulaugaskóli elementary school.  On NABO website, http://www.nabohome.org a structure will be developed to host the GPS-Camera data that will be collected by KAPI, e.g. coordinates of place name and more and the NABO website and database is excellent base for those information.  Other party´s involved in the KAPI GPS Camera Place Names coordinates collection are the Place Name division of Arni Magnusson institute, Samsyn Engineering Firm, Garmin Iceland and Thingeyjarsveit Municipality.
Unnst.Ing.