Vefstjóri NABO í heimsókn í Litlulaugaskóla – NABO webmaster in Litlulaugar school

f.v. Baldur, Pétur, Unnsteinn, Sif og Anthony

Seint í september leit Dr. Anthony Newton frá háskólanum í Edinborg og vefstjóri NABO í heimsókn í Litlulaugaskóla og hitti stjórn og verkefnisstjóra Fornleifaskóla barnanna.  NABO er regnhlífarsamtök ýmissa fræði- og vísindamanna, félaga og stofnana sem starfa að rannsóknum á Norður- Atlantshafssvæðinu og halda m.a. úti sameiginlegri vefsíðu, www.nabohome.org en þar er að finna margskonar upplýsingar um fjölmargar rannsóknir sem stundaðar hafa verið.  Einnig er á síðunni að finna mikið af þeim rannsóknarskýrslum sem Fornleifastofnun Íslands ses. hefur gefið út, m.a. um rannsóknir á Norð-austurlandi sjá  http://nabohome.org/cgi_bin/projects.pl?coverage=iceland  Enn vantar mikið af skýrslum í safnið og munu þær bætast við á næstu mánuðum.

Samkomulag er milli Fornleifaskóla barnanna og NABO að NABO þrói vefkerfi fyrir örnefnaverkefni fornleifaskólans en þar er markmiðið að koma á samstarfi barna og fullorðinna með það að markmiði að hnitsetja örnefni með GPS tækni til að varðveita upplýsingar um staðsetningu örnefna sem finna má í örnefnaskrám sem til eru fyrir nær allar jarðir á landinu.  Unnið hefur verið að undirbúningi þessa verkefnis undanfarna mánuði og þegar hafa verið tekin fyrstu skrefin í söfnun GPS hnita.  Margir aðilar hafa lýst áhuga að starfa með Fornleifaskóla barnanna að verkefninu og má þar nefna Örnefnasvið stofnunar Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum sem leggur verkefninu til örnefnaskrár, Samsýn verkfræðistofa sem mun búa til gagnagrunn til að halda utan um upplýsingarnar m.a. til að bæta þau íslandskort sem notuð eru í GPS tæki hérlendis, Garmin Ísland og fleiri.

October 12th Dr. Anthony Newton from the University of Edinburgh and NABO webmaster had a meeting with the KAPI people, Unnsteinn, Baldur, Pétur and Sif in Litlulaugaskóli elementary school.  On NABO website, http://www.nabohome.org a structure will be developed to host the GPS-Camera data that will be collected by KAPI, e.g. coordinates of place name and more and the NABO website and database is excellent base for those information.  Other party´s involved in the KAPI GPS Camera Place Names coordinates collection are the Place Name division of Arni Magnusson institute, Samsyn Engineering Firm, Garmin Iceland and Thingeyjarsveit Municipality.
Unnst.Ing.

One thought on “Vefstjóri NABO í heimsókn í Litlulaugaskóla – NABO webmaster in Litlulaugar school

Comments are closed.